Mosfellsbær, Ísland

Lokadagur meistaramóts GM - staðan í öllum flokkum

03.07.2021
Lokadagur meistaramóts GM - staðan í öllum flokkum

Í dag fer fram lokadagurinn í meistaramótinu okkar þetta árið. Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel fyrir sig þessa viku þar sem veðrið hefur leikið við okkur.

Með því að smella hér getið þið séð stöðuna í þeim flokkum sem eiga eftir að ljúka leik.

Lokahófið fer svo fram í kvöld og er uppselt í það, eða rétt um 220 manns sem munu mæta og vonandi eiga gott kvöld.

Húsið opnar formlega kl. 18:00 en það er að sjálfsögðu allir velkomnir fyrir þann tíma til þess að njóta veðurblíðunnar og sjá gott golf. Maturinn hefst svo kl. 19:30.