Mosfellsbær, Ísland

Lokahóf meistaramóts GM

03.07.2020
Lokahóf meistaramóts GM

Lokadagur í meistaramóti á morgun og við munum enda á glæsilegu lokahófi.

Það eru ennþá sæti laus í lokahófið á morgun og því geta þeir makar sem áhuga hafa á að kíkja með skráð sig.

Síðustu kylfingarnir verða ræstir út á morgun í kringum 13:30 og þvi ættu þau að vera að ljúka leik í kringum 17:30 til 18:00.

Við hvetjum alla GM félaga til að mæta upp á Hlíðavöll á morgun og fylgjast með okkar bestu kylfingum spila golf og gaman væri að fá sem flesta og skapa skemmtilega stemmningu.

Golfskálinn verður að sjálfsögðu opinn og nóg pláss á svölunum sem og í nýja salnum okkar á neðri hæðinni sem verður tekinn í notkun á morgun. Húsið mun opna formlega fyrir lokahófið kl. 18:00 og áætlað er að borðhald hefjist í kringum 19:00. Að verðlaunaafhendingu lokinni sláum við upp góðu partýi með góðu glensi og söng. Skemmtiatriðin og tónlistin á morgun verður án nokkurs vafa frábær, en það eru tónlistamennirnir og skemmtikraftarnir Andri Ívars og Eyþór Ingi sem halda upp stuðinu.

Líkt og undanfarin ár hefur verið skemmtilegt hattaþema í gangi á lokadegi og er kylfingar hvattir til að taka þátt í því. Þess má geta að meistaraflokkarnir okkar ætla að taka þetta skrefinu lengra og mæta í gamaldags golffötum. Væri gaman ef einhverjir kylfingar verði með í því :)