Mosfellsbær, Ísland

MASTERSVAKA GM

25.03.2019
MASTERSVAKA GM

Nú fer eitt þekktasta og skemmtilegasta golfmót ársins að byrja í Georgíu fylki, Masters meistaramótið. Að tilefni þessa skemmtilega móts ætlum við eins og áður að halda Mastersvöku fyrir félagsmenn.

Í boði verða sérstök Masterstilboð á mat , drykk og golfvörum svo að félagsmenn geti gætt sér á góðum mat og gert góð kaup á meðan mótinu stendur. Við hvetjum alla sem vilja koma að láta sjá sig því stemningin sem myndast er ætíð frábær.

Sýnt verður beint frá mótinu í hliðarsal Kletts fyrstu þrjá dagana, en sunnudaginn 14. apríl verður lokahringurinn sýndur í aðalsal Kletts.