Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 12°C - 2 m/s

MASTERSVAKA GM SUNNUDAGINN 8. APRÍL

04.04.2018
MASTERSVAKA GM SUNNUDAGINN 8. APRÍL

Þá er loksins komið að því! Fyrsta risamót ársins, The Masters hefst á morgun.

Mastersvaka GM fer fram sunnudaginn 8. apríl í Kletti þegar lokahringurinn verður leikinn. Fyrir marga kylfinga markar þetta mót upphaf golfsumarsins og er fastur punktur í tilverunni að horfa á samviskusamlega frá upphafi til enda.

Við hjá GM ætlum að halda glæsilega Mastersvöku á lokahringnum.

Happy hour verður frá 18-20 þar sem þú færð tvo drykki á verði eins!

Hægt verður að kaupa gómsætar veitingar, en kokkarnir eru á fullu að undirbúa rétti sumarsins og munu hafa sérstakan Mastersmatseðil í boði þetta kvöld.

Félagsmaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson sér um að lýsa mótinu af sinni alkunnu snilld ásamt góðum gestum á Golfstöðinnni og því öruggt að það verður frábær Masters-stemning í Kletti á sunnudaginn.

Mun Sergio Garcia verja titilinn frá því í fyrra eða munum við sjá óvæntan sigurvegara?

Við hlökkum til að sjá sem flesta í Kletti að horfa á Tiger og félaga á einu skemmtilegasta golfmót ársins í góðum félagsskap!


Mastersmatseðill

Kjúklingavængir

6 stk 1.490,- kr

12 stk 2.490,- kr

Beikonborgari - 1.990,- kr

Humarpizza - 2.290,- kr

Spicy BBQ kjúklingapizza - 1.890,-kr

Barinn verður að sjálfsögðu opinn og er tilvalið að fá sér ískaldan drykk með matnum