Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

MEISTARAMÓT GM 2017 LOKIÐ

10.07.2017
MEISTARAMÓT GM 2017 LOKIÐ

Þá er Meistaramótsvikunni lokið þetta árið og viljum við þakka öllum 210 félagsmönnum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna, stemninguna og spilamennskuna. Þið gerðuð okkar fyrsta Meistaramót í nýju húsakynnunum ógleymanlegt!

Ekki var hægt að kvarta yfir veðrinu fyrstu tvo daga mótsins en aðeins fór að bæta í vindinn þegar leið á mótið, hinsvegar voru veðurguðirnir með okkur síðasta daginn og sást það vel á skorunum sem komu inn.

Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Ingvason fór fyrstur mann holu í höggi á nýju 18. brautinni og vann hann nándarverðlauna keppnina sem var haldin alla vikuna enda er ansi erfitt að bæta holu í höggi.

Svo voru það hjónin Karólína Margrét og Guðjón Björn sem bæði unnu sína flokka, ekki oft sem það gerist að hjón vinna bæði í Meistaramóti.

Kristján Þór og Björn Óskar áttu í svakalegu einvígi allt mótið og er hægt að segja að þeir hafi verið í sérflokki.
Saman voru þeir með 40 fugla og 3 erni á fjórum dögum sem er þó nokkuð meira en kylfingar eru vanir að sjá.

Að lokum óskum við Heiðu Guðnadóttur og Kristjáni Þór Einarssyni til hamingju með Klúbbmeistaratitlana og frábæra spilamennsku.

Hér að neðan er hægt að sjá efstu þrjá í hverjum flokki fyrir sig.

Meistaraflokkur karla

1. sæti - Kristján Þór Einarsson, 279 högg
2. sæti - Björn Óskar Guðjónsson, 280 högg
3. sæti - Theodór Emil Karlsson, 290 högg

Meistaraflokkur kvenna

1. sæti - Heiða Guðnadóttir, 303 högg
2. sæti - Nína Björk Geirsdóttir, 313 högg
3. sæti - Arna Rún Kristjánsdóttir, 335 högg

1. flokkur karla

1. sæti - Gunnar Ingi Björnsson, 309 högg
2. sæti - Þór Gunnlaugsson, 312 högg
3. sæti - Elfar Rafn Sigþórsson, 322 högg

1. flokkur kvenna

1. sæti - Hekla Ingunn Daðadóttir, 357 högg (vann eftir þriggja holu umspil)
2. sæti - Margrét Óskarsdóttir, 357 högg
3. sæti - Guðrún Leósdóttir, 373 högg

2. flokkur karla

1. sæti - Árni Brynjólfsson, 326 högg
2. sæti - Vignir Þór Birgisson, 329 högg
3. sæti - Sævar Ómarsson, 344 högg

2. flokkur kvenna

1. sæti - Sigríður María Torfadóttir, 375 högg
2. sæti - Agnes Ingadóttir, 396 högg
3. sæti - Vala Valtýsdóttir, 402 högg

3. flokkur karla

1. sæti - Daníel Ingi Guðmundsson, 340 högg
2. sæti - Ólafur Ingvar Guðfinnsson, 346 högg
3. sæti - Páll Ásmundsson, 357 högg

3. flokkur kvenna

1. sæti - Ingunn Erla Kristinsdóttir, 139 punktar
2. sæti - Elín Gróa Karlsdóttir, 134 punktar
3. sæti - Inga Hrund Arnardóttir, 132 högg

4. flokkur karla

1. sæti - Smári Freyr Jóhannsson, 373 högg
2. sæti - Ásgeir Halldórsson, 383 högg
3. sæti - Jón Axel Pétursson, 386 högg

5. flokkur karla

1. sæti - Guðjón Björn Haraldsson, 144 punktar
2. sæti - Jón Gunnar Axelsson, 128 punktar
3. sæti - Gunnlaugur Sighvatsson, 127 punktar

Öldungaflokkur 70 og eldri

1. sæti - Bergsteinn Pálsson, 264 högg
2. sæti - Kristján Hafsteinsson, 277 högg
3. sæti - Sigurður Ingólfsson, 279 högg

Öldungaflokkur 70 og eldri m. fgj.

1. sæti - Sigurður Ingólfsson, 231 högg nettó
2. sæti - Jón H Ólafsson, 235 högg nettó
3. sæti - Paul Bjarne Hansen, 240 högg nettó

Öldungaflokkur 50 og eldri karla

1. sæti - Guðni Þórir Walderhaug, 245 högg (vann eftir þriggja holu umspil)
2. sæti - Hans Óskar Isebarn, 245 högg
3. sæti - Ásbjörn Þ Björvinsson, 246 högg

Öldungaflokkur 50 og eldri karla m. fgj.

1. sæti - Guðni Þórir Walderhaug, 209 högg nettó
2. sæti - Jóhann B Hjörleifsson, 216 högg nettó
3. sæti - Þórður Möller, 218 högg nettó

Öldungaflokkur 50 og eldri konur

1. sæti - Karólína Margrét Jónsdóttir, 284 högg
2. sæti - Sigurborg Svala Guðmundsdóttir, 290 högg
3. sæti - Þuríður E Pétursdóttir, 291 högg

Öldungaflokkur 50 og eldri konur m. fgj.

1. sæti - Stefanía Eiríksdóttir, 227 högg nettó
2. sæti - Sigurborg Svala Guðmundsdóttir, 230 högg nettó
3. sæti - Karólína Margrét Jónsdóttir, 233 högg nettó

Drengir 15-16 ára

1. sæti - Arnór Daði Rafnsson, 329 högg
2. sæti - Helgi Freyr Davíðsson, 376 högg

Drengir 13-14 ára

1. sæti - Aron Ingi Hákonarson, 226 högg
2. sæti - Tristan Snær Viðarsson, 261 högg
3. sæti - Guðmundur Páll Baldursson, 286 högg

Drengir 11-12 ára

1. sæti - Eyþór Björn Emilsson, 176 högg
2. sæti - Markús Ingi Ingvarsson, 217 högg

Drengir 10 ára og yngri

1. sæti - Ásþór Sigur Ragnarsson, 101 högg
2. sæti - Hrólfur Örn Viðarsson, 123 högg

Stúlkur 13-14 ára

1. sæti - Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, 284 högg
2. sæti - María Eir Guðjónsdóttir, 302 högg
3. sæti - Katrín Sól Davíðsdóttir, 316 högg

Stúlkur 11-12 ára

1. sæti - Sara Kristinsdóttir, 230 högg
2. sæti - Berglind Erla Baldursdóttir, 248 högg
3. sæti - Dagbjört Erla Baldursdóttir, 256 högg

Stúlkur 10 ára og yngri

1. sæti - Eva Kristinsdóttir, 116 högg
2. sæti - María Rut Gunnlaugsdóttir, 117 högg