Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 9°C - 2 m/s

MEISTARAMÓT GM 2018 - SKRÁNING HAFIN!

28.02.2018
MEISTARAMÓT GM 2018 - SKRÁNING HAFIN!

Nú þegar vallarsvæði GM eru að skríða úr vetrarbúningi ætlum við að hefja skráningu í Meistaramót GM árið 2018. Eins og flestir félagsmenn vita þá er Meistaramótið stærsta og skemmtilegasta mót ársins og eitthvað sem enginn félagsmaður má láta fram hjá sér fara. Skráning í mótið er hafin á golf.is með því að smella á eftirfarandi tengil.

Meistaramótið fer fram dagana 2. - 7. júlí og mótinu lýkur svo með stórglæsilegu lokahófi laugardagskvöldið 7. júlí.

Ákveðið hefur verið að aðskilja mótsgjald Meistaramótsins og gjald í lokahóf.Mótsgjalds mótsins hefur verið lækkað en þeir keppendur sem mæta á lokahófið greiða 2.000 kr gjald fyrir miðann. Þetta er gert útfá þeirri reynslu sem við búum að eftir að halda lokahófið 2017 í nýrri aðstöðu. Mikilvægt er fyrir okkur að vita nákvæman fjölda þeirra sem koma á lokahóf til þess að framkvæmdin gangi sem best. Aðeins verða um 200 miðar í boði.

Matseðill lokahófsins er eins glæsilegur og hann gerist

Forrétur
Andabringur með fíkjum, granateplasósu ásamt kóríander salati og valhnetum

Aðalréttur
Nautalund í madeira sósu með íslensku grænmeti ásamt kartöflugratíni með trufflum

Eftirréttur
Úrval af makkarónum og „petit fours“ ásamt kaffi

Verð í lokahóf
Fyrir keppendur: 2.000 kr
Fyrir maka og gesti: 5.900 kr


Rástímaáætlun

Búið er að stilla upp rástímaáætlun fyrir alla keppnisdaga. Keppnisdagar flokka ættu að halda sér en tímasetningar kunna að breytast en það ræðst af skráningu í flokka. Smelltu hér til þess að sjá rástímaáætlun.