Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Meistaramót GM - Úrslit

05.07.2021
Meistaramót GM - Úrslit

Meistaramót GM fór fram í síðustu viku og gekk mótið virkilega vel. Það voru rétt um 280 GM félagar sem mættu til leiks og hafa aldrei áður verið jafnmargir keppendur í meistaramótinu okkar. Veðrið lék við okkur alla vikuna og gekk mótahaldið í alla staði vel fyrir sig. Það var hörkuspenna í mörgum flokkum og mikið um góð skor og falleg golfhögg.

Það var hún Nína Björk Geirsdóttir sem varð klúbbmeistari kvenna og er þetta í 17. skipti sem Nína vinnur þann titil. Í karlaflokki var það Björn Óskar Guðjónsson sem vann sinn fyrsta klúbbmeistaratitil. Tryggði hann sér sigur með frábærri spilamennsku síðustu þrjá daga mótsins. Björn Óskar var í miklu stuði á lokadegi og setti þá glæsilegt vallarmet þegar hann kom inn á 65 höggum.

Óskum við þeim Birni og Nínu kærlega til hamingju með titlana sem og öllum öðrum verðlaunahöfum!

Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir samveruna og að gera þetta meistaramót að þeim frábæra viðburði sem það er ár eftir ár. Stemmningin hjá okkur hér í GM er alveg frábær og það var virkilega gaman að sjá alla gleðina sem skein af andlitum okkar félagsmanna alla vikuna :)

Hér má sjá alla verðlaunahafa í meistaramóti GM 2021:

Næst holu á 18. braut alla keppnisdaga.

Sunnudagur – Berglind Erla 3 metrar

Mánudagur – Bára Einarsdóttir 6,04 metrar

Þriðjudagur – Ásþór Sigur86 cm

Miðvikudagur - Aron Skúli – 2,11 metrar

Fimmtudagur – Sævar Ómarsson29 cm

Föstudagur – Rannveig Rúnarsdóttir 52 cm

Laugardagur – Gunnlaugur K H 2,43 metrar

Konur 65+

  • -1. Sæti Hrefna Birgitta Bjarnadóttir
  • -2. Sæti Hildur Skarphéðinsdóttir
  • -3. Sæti Ásthildur Jónsdóttir

Karlar 70+

  • -1. Sæti Bragi Jónsson
  • -2. Sæti Þorkell Einarsson
  • -3. Sæti Gunnar V Andrésson

Konur 50+ höggleikur

  • -1. Sæti Arna Kristín Hilmarsdóttir
  • -2. Sæti Laila Ingvarsdóttir
  • -3. Sæti Karólína Margrét Jónsdóttir

Konur 50+ með forgjöf

  • -1. Sæti Hrefna Harðardóttir
  • -2. Sæti Helga Aspelund
  • -3. Sæti Kristín Einarsdóttir

Karlar 50+ höggleikur

  • -1. Sæti Þórhallur Kristvinsson
  • -2.sæti Skúli Baldursson
  • -3. Sæti Páll Ólafsson

Karlar 50+ með forgjöf

  • 1.Sæti Sigurbjörn H Gestsson
  • 2.Sæti Vilhjálmur Sveinsson
  • 3.Sæti Ólafur Pétur Pétursson

4 flokkur kvenna

  • -1. Sæti Eygerður Helgadóttir
  • -2. Sæti Fanney Sjöfn Sveinbjörnsdóttir
  • -3. Sæti Anna Margrét Karlsdóttir

5 flokkur karla

  • -1. Sæti Þórmundur Helgason
  • -2. Sæti Ingþór Guðmundsson
  • -3. Sæti Elvar Magnússon

3 flokkur kvenna

  • -1. Sæti Harpa Iðunn Sigmundsdóttir
  • -2. Sæti Kristín Inga Guðmundsdóttir
  • -3. Sæti Jóhanna Hreinsdóttir

4 flokkur karla

  • -1. Sæti Gunnar Guðmundsson
  • -2. Sæti Hafþór Theódórsson
  • -3. Sæti Davíð Júlíusson

2 flokkur kvenna

  • -1.sæti Dagný Þórólfsdóttir
  • -2. Sæti Agnes Ingadóttir
  • -3. Sæti Andrea Jónsdóttir

3 flokkur karla

  • -1. Sæti Gunnlaugur Júlíusson
  • -2. Sæti Emil Viðar Eyþórsson
  • -3. Sæti Finnur Bjarnason

2. flokkur karla

- 1 sæti Ingvar Haraldur Ágústsson

- 2 sæti Sigurður Snædal Júlíusson

- 3. Sæti Jón Þorsteinn Hjartarson

1 flokkur kvenna

  • -1. Sæti Rut Marsibil Héðinsdóttir
  • -2. Sæti Sara Jónsdóttir (eftir bráðabana við Rut)
  • -3. Sæti Edda Herbertsdóttir

1 flokkur karla

  • -1. Sæti Eyþór Ágúst Kristjánsson
  • -2. Sæti Elvar Ingi Hjartarson
  • -3. Sæti Guðjón Ármann Guðjónsson

Meistaraflokkur kvenna

  • -1. Sæti Nína Björk Geirsdóttir
  • -2. Sæti Arna Rún Kristjánsdóttir
  • -3. Sæti Kristín Sól Guðmundsdóttir

Meistaraflokkur karla.

  • -1. Sæti Björn Óskar Guðjónsson
  • -2. Sæti Theodór Emil Karlsson
  • -3. Sæti Ragnar Már Ríkharðsson