Mosfellsbær, Ísland

Meistaramót GM 2022 | Úrslit

11.07.2022
Meistaramót GM 2022 | Úrslit

Meistaramóti GM lauk með glæsilegu lokahófi laugardagskvöldið 9. júlí. Mikið stuð var í Kletti og skemmtu keppendur sér fram eftir kvöldi eftir spennandi Meistaramót. Aðstæður í mótinu voru krefjandi og reyndi mjög á hæfileika keppenda í baráttu við veðrið.

Kristófer Karl Karlsson og Nína Björk Geirsdóttir eru klúbbmeistarar GM árið 2022. Kristófer í 2. sinn en hann setti glæsilegt vallarmet á 2. hring þar sem hann lék á 62 höggum. Nína Björk sigraði mótið í 18. sinn, ótrúlegur árangur hjá Nínu.

Verðlaunahafar í þeim flokkum sem luku leik á laugardag voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla
1. sæti - Kristófer Karl Karlsson
2. sæti - Ingi Þór Ólafson
3. sæti - Kristján Þór Einarsson

Meistaraflokkur kvenna
1. sæti - Nína Björk Geirsdóttir
2. sæti - Heiða Guðnadóttir
3. sæti - Arna Rún Kristjánsdóttir

1. flokkur karla
1. sæti - Guðjón Ármann Guðjónsson
2. sæti - Óskar Sæmann Axelsson
3. sæti - Guðleifur Kristinn Stefánsson

1. flokkur kvenna
1. sæti - Írunn Ketilsdóttir
2. sæti - Edda Herbertsdóttir
3. sæti - Sara Jónsdóttir
3. sæti - Arna Kristín Hilmarsdóttir

2. flokkur karla
1. sæti - Ingvar Ormarsson
2. sæti Björgólfur Hideaki Takefusa
3. sæti - Sævar Ómarsson

2. flokkur kvenna
1. sæti - Steinunn Þorkelsdóttir
2. sæti - Harpa Iðunn Sigmundsdóttir
3. sæti - Dagný Þórólfsdóttir

3. flokkur karla
1. sæti - Kristinn V. Sveinbjörnsson
2. sæti - Elvar Snær Ólafsson
3. sæti Freyr Hólm Ketilsson

3. flokkur kvenna
1. sæti - Elín Gróa Karlsdóttir
2. sæti - Hefna Hlín Karlsdóttir
3. sæti - Hafdís Hrönn Björnsdóttir

4. flokkur karla
1. sæti - Hafliði Jökull Jóhannesson
2. sæti - Björgvin Reynisson
3. sæti - Þórmundur Helgason

Óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna!