Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Meistaramót GM 2024 - Úrslit

08.07.2024
Meistaramót GM 2024 - Úrslit

Meistaramót GM kláraðist síðastliðinn laugardag í stórkostlegri veðurblíðu. Það var í raun þannig að veðrið lék við kylfinga alla vikunna að undanskildum fyrsta deginum þar sem veðuraðstæður voru mjög svo krefjandi. En eftir það tók við logn, sól og blíða. Lokadagurinn var svo leikinn í stórkostlegu veðri enda voru kylfingar í essinu sínu hvernig svo sem spilamennskan var :)

Þegar upp var staðið voru það þau Kristján Þór Einarsson og Berglind Erla Baldursdóttir sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Mosfellsbæjar í ár.

Berglind Erla lék mjög stöðugt golf alla hringina og á lokadegi og skilaði hún inn hring upp á 72 högg sem tryggði henni titillinn.

Kristján Þór lék stórvel allt mótið og kom inn á nýju mótsmeti, hann var samtals 17 högg undir pari og bætti einnig vallarmetið á öðrum hring þegar hann kom inn á 64 höggum. Sannarlega flott mót hjá Kristjáni.

Hér að neðan má sjá úrslit í þeim flokkum sem luku leik á laugardaginn.

Meistaraflokkur kvenna:

1. sæti - Berglind Erla Baldursdóttir

2. sæti - Kristín Sól Guðmundsdóttir

3. sæti - Katrín Sól Davíðsdóttir.


Meistaraflokkur karla:

1. sæti - Kristján Þór Einarsson

2. sæti - Björn Óskar Guðjónsson

3. sæti - Nick Carlson


1. flokkur kvenna.

1. sæti - Sara Jónsdóttir

2. sæti - Andrea Jónsdóttir

3. sæti - Edda Herbertsdóttir.


1. flokkur karla.

1. sæti - Guðjón Ármann Guðjónsson

2. sæti - Örn Ragnarsson

3. sæti - Steinar Ægisson


2. flokkur kvenna.

1. sæti - Dagný Þórólfsdóttir

2. sæti - Auður Ósk Þórisdóttir

3. sæti - Lena Ýr Sveinbjörnsdóttir


2. flokkur karla.

1. sæti - Snæbjörn Þórir Eyjólfsson

2. sæti - Björn Maríus Jónasson

3. sæti - Gunnar Birgisson.

Úrslit í meistaramóti GM 2024

Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum þeim sem tóku þátt í meistaramótinu kærlega fyrir :)