Mosfellsbær, Ísland

Meistaramót GM hefst næstkomandi mánudag

24.06.2020
Meistaramót GM hefst næstkomandi mánudag

Næstkomandi mánudag hefst meistaramót GM og því líkur svo laugardaginn 4. júlí með lokahófi og verðlaunaafhendingu.

Það er virkilega góð þátttaka og þegar þetta er skrifað hafa 210 GM félagar skráð sig til leiks. Hlíðavöllur er í virkilega flottu standi þessa dagana og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir þessa viku :)

Í þessum tengli hér til hliðar má sjá áætlaða leikdaga og rástímar meistaramót 2020 - áætlaðir rástímar.pdf

Rástímar fyrir mánudaginn 29. júní verða birtir sunnudaginn 28. júní.

Við munum svo enda meistaramóts vikuna á lokahófi og verðlaunaafhendingu. Lokahóf Meistaramótsins er eitt skemmtilegasta kvöld ársins í félagsstarfi GM. Matseðill lokahófsins er glæsilegur:


Forréttur: Tapasréttir
Aðalréttur: Nautalund

Eftirréttur: Kaffi og góðgæti með.

Verð í lokahóf
Fyrir keppendur: 2.000 kr
Fyrir maka og gesti: 6.200 kr

Skráning og sala miða í lokahóf fer fram samhliða greiðslu mótsgjalds á fyrsta keppnisdegi hvers flokks. Þar sem að keppendalistinn er ansi langur þá verður ekki hægt að kaupa miða fyrir maka og/eða gesti fyrr en fimmtudaginn 2.júlí.


Sökum þeirra reglna sem eru í gangi núna vegna Covid-19 er okkur óheimilt að hafa Blik opið lengur en til kl. 23:00 og því munum við breyta aðeins af vananum og munu okkar bestu kylfingar vera að klára leik um kl. 17:30 og áætlum við að borðhald hefjist ekki seinna en 19:30.

Að lokinni veislu verður svo lifandi tónlist og fleira skemmtilegt :)