Mosfellsbær, Ísland

Meistaramótið í betri bolta - úrslit

14.06.2021
Meistaramótið í betri bolta - úrslit

Undankeppni fyrir meistaramótið í betri bolta fór fram hjá okkur á Hlíðvelli síðastliðinn laugardag, það voru 30 lið sem mættu til leiks og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

1. sæti. Einar Georgsson og Íris Dögg Ingadóttir - 41 punktur ( best á seinni 9)

2. sæti. Bjarni Ingimarsson og Gunnar Már Gíslason - 41 punktur

3. sæti. Guðni Birkir Ólafsson og Kristján Þór Einarsson - 41 punktur

4. sæti. Davíð Ingimarsson og Karl Elí Karlsson - 40 punktar ( betri á seinni 9)

5. sæti. Sigurður Bjarmi Halldórsson og Guðni Emil Guðnason - 40 punktar.


Ofangreind lið hafa öll unnið sér inn þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer á Kiðjabergi þann 29. ágúst næstkomandi.

Efstu þrjú sætin gefa einnig glæsilega vinninga sem hægt er að nálgast í afgreiðslu Golfklúbbs Mosfellsbæjar á Hlíðavelli.