Mosfellsbær, Ísland

NÁMSKEIÐ Í NÝJU GOLFREGLUNUM FYRIR FÉLAGSMENN

25.03.2019
NÁMSKEIÐ Í NÝJU GOLFREGLUNUM FYRIR FÉLAGSMENN

Dagana 4. og 16. apríl munu golfdómarar GM standa fyrir kynningu á þeim breytingum sem urðu á golfreglunum í byrjun þessa árs. Námskeiðið mun fara fram í hliðarsal Kletts og standa yfir í 2,5 klst.

Fimmtudagurinn 4. apríl: 19:30 - 22:00
Þriðjudagurinn 16. apríl: 19:30 - 22:00

Boðið verður upp á tvær dagsetningar þannig að sem flestir sjái sér fært að mæta. Farið verður yfir sama efni á báðum kvöldum.

Reglubreytingarnar sem tóku gildi núna í byrjun ársins eru umtalsverðar og því mikilvægt að kynna sér þær áður en að golfsumarið hefst af fullum krafti.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðið fyrir fram en gott er að mæta tímanlega.