Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

NÍNA BJÖRK ÍSLANDSMEISTARI 35+ 2019

12.08.2019
NÍNA BJÖRK ÍSLANDSMEISTARI 35+ 2019

Íslandsmót +35 fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019 í Grafarholti. Keppnisrétt höfðu þeir kylfingar sem eru fæddir á árinu 1984 eða fyrr.

Nína Björk Geirsdóttir endaði í þriðja sæti í Íslandsmótinu á sex höggum yfir pari en það er hennar besti árangur á Íslandsmótinu í töluverðan tíma en hún sigraði á mótinu árið 2007. Þar með hlaut hún titilinn Íslandsmeistari 35 ára og eldri í leiðinni en hún sigraði í 35 ára og eldri. Flokkinn sigraði hún með miklum yfirburðum en Ragnhildur Sigurðardóttir varð önnur á 18 höggum yfir pari eða í 8. sæti í Íslandsmótinu sjálfu.

GM konur í mótinu:

3 Nína Björk Geirsdóttir +6 (Íslandsmeistari 35+)

21 Arna Rún Kristjánsdóttir +34

Í karlaflokki var það Sverrir Haraldsson sem endaði efstur okkar manna en hann endaði í 23. sæti á 8 höggum yfir pari.

T23 Sverrir Haraldsson +8

T26 Björn Óskar Guðjónsson +9

T26 Kristófer Karl Karlsson +9

31 Kristján Þór Einarsson +12

T42 Ingi Þór Ólafson +18

T52 Ragnar Már Ríkarðsson +20

T62 Theodór Emil Karlsson +24

71 Aron Skúli Ingason +30

Á næsta ári verður Íslandsmótið í höggleik haldið á Hlíðavelli en Björn Víglundsson formaður GR afhendi Kára Tryggvasyni formanni GM Íslandsmótsfánann í lokahófi mótsins í gær.