Mosfellsbær, Ísland

NÝTT VALLARMET Á HLÍÐAVELLI

17.05.2020
NÝTT VALLARMET Á HLÍÐAVELLI

Nú um helgina fer fram ÍSAM mótið á Heimslistamótaröðinni í golfi. Allir bestu kylfingar landsins eru mættir til leiks og það var spilað frábært golf í blíðunni í gær. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr golfklúbbnum Keili spilaði stórkostlegt golf á fyrri 18 holunum í gær og setti nýtt vallarmet af bláum teigum þegar hún lék á 68 höggum. Vallarmetið hafði staðið óhreyft frá því að Nína BJörk Geirsdóttir setti það árið 2015.

Óskum við Guðrúnu til hamingju með nýja vallarmetið!