30.01.2025
Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr GM endaði í 12. sæti í sínu fyrsta móti á HotelPlanner mótaröðinni sem áður hér Challenge Tour eða Áskorendamótaröð Evrópu.
Leikið var á Zebula golfsvæðinu í Suður-Afríku og lék Nick hringina á 68-67-67-75 eða 10 höggum undir pari. Nick var í toppbaráttunni þegar 3 holur voru eftir en slæmur lokasprettur skilaði honum 12. sæti að lokum. Þrátt fyrir svekkjandi endi var þetta frábært fyrsta mót á tímabilinu og óskum við honum góðs gengis í þessu skemmtilega verkefni.
Lokastaðan í fyrsta mótinu er hér.
Í dag er fyrsti hringurinn á öðru mótinu hafinn og er Nick á 2 höggum yfir pari eftir 12 holur þegar fréttin er skrifuð. Leikið er á Pecanwood golfvellinum í Suður-Afríku.
Hægt er að fylgjast með stöðu Nick hér.