Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Ný afreksstefna kynnt

19.05.2023
Ný afreksstefna kynnt

Á miðvikudaginn síðastliðinn var ný afreksstefna kynnt sem tekur gildi fyrir keppnisárið 2023. Töluverðar breytingar tóku gildi varðandi afreksviðmið og afrekssamninga keppniskylfinga og munu þessar breytingar hjálpa okkar bestu kylfingum að ná sem bestum árangri á margvíslegan hátt. Í æfingahóp landsliði Íslands eru 10 kylfingar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar en 18 öðrum bauðst samningur eftir viðmiðum afrekskylfings GM. Við óskum þessum kylfingum til hamingju og góðs gengis í sumar!