Mosfellsbær, Ísland

Nýjir rekstraraðilar veitinga hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar

03.09.2021
Nýjir rekstraraðilar veitinga hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar

Fyrr í dag var undirritaður samningur við nýja rekstraraðila veitinga hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Það eru þeir Ólafur Björn Guðmundsson og Einar Gústavsson sem taka við rekstrinum og munu hefja störf næstkomandi mánudag 6. september.

Ólafur og Einar hafa mikla og góða reynsla úr veitingageiranum og voru þeir valdir úr góðum hópi umsækjenda.

Ólafur er 44 ára gamall Mosfellingur, giftur þriggja barna faðir og hefur verið meðlimur í GM undanfarin ár. Einar er 46 ára gamall, þriggja barna faðir og er búsettur í Hafnarfirði en hefur líkt og Ólafur verið meðlimur í GM undanfarin ár.

Um leið og við bjóðum þá félaga velkomna til starfa viljum við þakka þeim feðgum Karli Ómari og Jóni Óskari kærlega fyrir gott samstarf síðastliðin tvö ár og óskum við þeim góðs gengist í því sem þeir taka sér fyrir hendur.

Kylfingar mega eiga von á ýmsum skemmtilegum nýjungum ásamt einhverjum áherslubreytingum hjá þeim félögum sem munu líta dagsins ljós á næstu misserum.

Vonum við svo sannarlega að þið kylfingar góðir takið vel á móti þeim Ólafi og Einari og hlökkum við til komandi samstarfs.