Mosfellsbær, Ísland

OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓT ALI

12.06.2019
OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓT ALI

Opna Þjóðhátíðarmót Ali er létt og skemmtilegt 9 holu golfmót sem tekur stuttan tíma á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Mótið er punktamót með forgjöf og má spila fleiri en einn hring ef kylfingar kjósa og greiða þeir þá fyrir hvern leikinn hring. Kylfingar geta þó einungis orðið í einu verðlaunasæti. Keppnisgjald er 2.900 kr fyrir fyrsta hring. Ef kylfingar kjósa að leika fleiri hringi þá er greitt 1.900 kr fyrir seinni hring.

Ef kylfingar vilja leika fleiri en einn hring er þeim bent á að senda tölvupóst á afgreidsla@golfmos.is eða hringja í síma 566 6999.

*** Verðlaun ***

  1. sæti 20.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki frá Ali að verðmæti 15.000 kr
  2. sæti 15.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki frá Ali að verðmæti 15.000 kr
  3. sæti 10.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki frá Ali að verðmæti 15.000 kr
  4. sæti 10.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki frá Ali að verðmæti 15.000 kr
  5. sæti grillpakki frá Ali að verðmæti 15.000 kr

Nándarverðlaun á öllum brautum vallarins

Grillpakki frá Ali að verðmæti 15.000 kr

*** Skilmálar ***

Hægt er að skrá sig í mótið hér.