Mosfellsbær, Ísland

OPNUN BAKKAKOTS

14.05.2020
OPNUN BAKKAKOTS

Nú er komið að því að við opnum Bakkakotið þetta sumarið. Opnunardagurinn verður laugardagurinn 16. maí. Búið er að opna fyrir rástímabókun á golfboxinu.

Veitingasalan upp í Bakkakoti opnar að fullu þann 5. júní en fram að þeim tíma verður opnunartími skála aðallega seinnipart dags og um helgar. Verður það auglýst nánar síðar.

Staðan á vellinum í Bakkakoti er heilt yfir nokkuð góð. Það eru þó tvær flatir sem þurfa aðeins lengri tíma til að ná sér og verða því tvær vetrarflatir til að byrja með.