Mosfellsbær, Ísland

OPNUN HLÍÐAVALLAR OG VINNUDAGAR

02.05.2020
OPNUN HLÍÐAVALLAR OG VINNUDAGAR

Hlíðavöllur opnar formlega fimmtudaginn 7. maí.

Opnað verður fyrir rástímaskráningar klukkan 12:00 þriðjudaginn 5. maí.

Vinnudagarnir verða á tveimur dögum núna vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, og verða þeir næstkomandi mánudag 4. maí og þriðjudaginn 5. maí og hefjast þeir klukkan 17:00 báða daga. Mæting við Klett!

Þátttakendur vinnudaga fá þátttökurétt í Sjálfboðaliðamótinu sem fer fram miðvikudaginn 6. maí. Að móti loknu verður boðið í létta grillveislu. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 17:00 og því er mæting 16:15. Meðal verkefna er snyrting í kringum Klett, tiltekt á Hlíðavelli og frágangur á vökvunarkerfi.

Þeir sem geta hjálpað okkur eru vinsamlegast beðnir um að láta Ágúst vita á: agust@golfmos.is