Mosfellsbær, Ísland

Opnun Hlíðavallar - Ýmsar upplýsingar

29.04.2022
Opnun Hlíðavallar - Ýmsar upplýsingar

Hlíðavöllur opnar næstkomandi sunnudag.

Stuart og hans menn hafa unnið mikið og gott starf undanfarnar vikur og völlurinn er í virkilega góðu ásigkomulagi.

Veturinn var erfiður snjólega séð þar sem ekki gafst tími til þess að vinna ýmis verkefni sem við höfum vanalega geta unnið yfir vetrarmánuðina. Því eru nokkur svæði ókláruð en þau eru öll utan leiksvæðanna og ættu því ekki að trufla við leik. Þessum svæðum verður svo lokað á komandi dögum/vikum.

Hér eru svo nokkrir punktar fyrir opnun!

Golfbílar eru ekki leyfðir

Klósettaðstaðan á 4/8 braut opnar um miðja næstu viku.

Æfingaflatir við æfingasvæðið sjálft opna eftir rúma viku.

Opnunartími golfbúðarinnar okkur verður alla daga frá kl. 8:00 - 20:00.

Þau ykkar sem eruð með "chip" í boltavélina á æfingasvæðinu, þið þurfið að koma við í afgreiðslunni og uppfæra chipið.


Svo minnum við á hreinsunardaginn á morgun laugardag sem hefst stundvíslega kl. 10:00!


Gleðilegt golfsumar :)