Mosfellsbær, Ísland

Opnun Hlíðavallar

27.04.2022
Opnun Hlíðavallar

Ágætu GM félagar.

Nú er komið að því að opna Hlíðavöll. Síðustu dagar hafa verið okkur hliðhollir og veðurspáin næstu daga er góð.

Við ætlum því að opna golfvöllinn formlega fyrir okkar félagsmenn næstkomandi sunnudag 1. maí. Opnað verður fyrir rástímaskráningar föstudaginn 29. apríl kl. 13:00. Æfingasvæðið opnar kl. 12:00 á laugardaginn.

Bókunarreglurnar verða þær sömu og í fyrra og hafa okkar meðlimir fjögurra daga bókunarfrest, nýr dagur opnast að kvöldi til kl. 20:00.

Hlíðavöllur kemur virkilega vel undan vetri og hér má sjá skemmtilegt myndband sem tekið var af vellinum fyrr í dag

https://www.youtube.com/watch?v=8Uq8mzBrCoA

Hreinsunardagur!

Líkt og undanfarin ár ætlum við að vera með vinnudag/hreinsunardag á Hlíðavelli og verður hann haldinn á laugardaginn og hefst kl. 10:00. Þau ykkar sem mæta og taka til hendinni fáið svo að leika Hlíðavöll eftir hádegi á laugardeginum. Þá ræsum við út með shotgun starti upp úr kl. 13:00

Undanfarin ár hefur mætingin verið frábær og vonandi verður það svoleiðis áfram. Þau ykkar sem hafið tök á því að hafa með sér malarhrífu eða sóp megið hafa slíkt meðferðis :)

Hlökkum til að sjá ykkur og gleðilegt golf sumar :)