Mosfellsbær, Ísland

Opnun golfherma og inniaðstöðu

26.03.2021
Opnun golfherma og inniaðstöðu

Túlkun viðbragðshóps GSÍ á reglugerðinni sem tók gildi 25. mars heimilar golfklúbbum opnun með ákveðnum takmörkunum og verður vetrarvöllurinn á Hlíðavelli og inniaðstaðan okkar opin frá og með laugardeginum 27. mars með neðangreindum reglum/takmörkunum.

Golfhermar:

 • - Aðstaðan er einungis fyrir félagsmenn GM, óheimilt er að bjóða mér sér aðilum sem ekki eru félagar í GM
 • - Grímuskylda
 • - Þegar að bókað er í golfhermi þurfa þeir sem bóka að skrá þann sem mætir með þeim (ef við á) í athugasemdir. Þar þarf að skrá nafn, kennitölu og símanúmer. Óheimilt er að mæta á svæðið óskráður.
 • - Salerni á neðri hæðinni eru lokuð og einnig verður lokað á milli hæða.
 • - Stólar og bekkir fjarlægðir
 • - Einungis tveir kylfingar í golfhermi
 • - Enginn sameiginlegur búnaður, hver og einn notar sína bolta og tí
 • - Aðeins annar aðilinn notar tölvuna. Óheimilt er að nota snertiskjáinn, einungis músina og lyklaborðið og þarf sá aðili að sótthreinsa það vel að leik loknum.
 • - Það er sér inngangur fyrir hvorn hermi og er óheimilt að fara á milli svæða. Þeir kylfingar sem mæta í opna herminn ganga inn um hurðina þar.
 • - Virða þarf þann tíma sem pantaður var og er leikmönnum skylt að vera búinn að yfirgefa svæðið þegar þeirra tími er útrunnin til þess að hleypa næstu aðilum að.
 • - 2 metra reglan verður að vera viðhöfð öllum stundum
 • - Gæta skal að almennum sóttvörnum

Æfingasvæði/salur:

 • - Einungis opinn fyrir afreks og æfingahóp GM
 • - Einn slátturbás í netinu og hver með sína eigin bolta.
 • - Fjórir sem geta æft pútt og vipp, hver og einn með sína eigin bolta.
 • - Grímuskylda
 • - Það þarf að bóka tíma og skrá sig. Skráning fer fram hér. Það er með öllu óheimilt að nota aðstöðuna ef viðkomandi hefur ekki skráð sig.
 • - Engar stangir eða sameiginlegur búnaður
 • - 2 metra reglan verður að vera viðhöfð öllum stundum
 • - Gæta skal að almennum sóttvörnum

Vetrarvöllur:

 • - Er eingöngu opinn fyrir félagsmenn
 • - Skylda er að skrá sig í rástíma á Golfbox með tilliti til rakningar
 • - Félagsmenn skulu virða 2ja metra reglu
 • - Enginn sameiginlegur búnaður eða snertifletir
 • - Gæta skal að almennum sóttvörnum

Það er virkilega mikilvægt að við stöndum saman og fylgjum öllum settum reglum. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að okkar félagsmenn geti stundað golf og við viljum líka gera allt sem við getum gert til þess að koma okkur í gegnum þetta tímabil sem framundan er og koma þessari veiru í burt.

Við biðjum ykkur því ágætu GM félagar að virða allar þær reglur sem við höfum sett og fylgja þeim til hins ítrasta.

Við minnum svo á að Blik er opið um helgina frá kl. 17:00.