Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 12°C - 2 m/s

METÞÁTTTAKA Á PÁSKABINGÓI GM

20.03.2018
METÞÁTTTAKA Á PÁSKABINGÓI GM

Páskabingó GM fór fram í íþróttamiðstöðinni Kletti þriðjudaginn 19. mars. Bingóið var opið öllum, en um 150 börn og fullorðnir mættu og tóku þátt í fjörinu og frábærri stemningu. Í verðlaun voru glæsileg páskaegg frá Nóa Síríus sem slógu í gegn hjá sigurvegurunum.

Boðið var upp á pizzahlaðborð öllum til mikillar ánægju.

Óhætt er að segja að mætingin var framar okkar björtustu vonum, en í ár mættu þrefalt fleiri en í fyrra.

Við þökkum frábærar viðtökur og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!