Mosfellsbær, Ísland

PÉTUR HLAUT FRAMFARABIKARINN

14.11.2018
PÉTUR HLAUT FRAMFARABIKARINN

Pétur Júníusson gekk í GM síðastliðið sumar, en kappinn er fyrrverandi línumaður hjá meistaraflokki Aftureldingar í handbolta. Pétur hætti að spila handbolta fyrir stuttu og hellti sér alfarið í golfið. Hann var duglegur að spila í sumar og lækkaði sig hvorki meira né minna en úr 54 í 26 í forgjöf á einu sumri. Pétur hlaut því framfarabikarinn á Árshátíð GM, en hann lækkaði mest í forgjöf í sumar af öllum félagsmönnum.

Það er ljóst að golfið liggur vel fyrir Pétri og verður spennandi að fylgjast með honum á vallarsvæðum GM!