Mosfellsbær, Ísland

PÚTTMÓTARÖÐ KVENNANEFNDAR LAUK MEÐ MIKILLI SPENNU

21.03.2019
PÚTTMÓTARÖÐ KVENNANEFNDAR LAUK MEÐ MIKILLI SPENNU

Kvennanefnd GM hefur staðið fyrir púttmótaröð í vetur en henni lauk á þriðjudaginn með mikilli spennu.

Andrea Jónsdóttir bar sigur úr býtum á glæsilegu skori, 22 púttum. Edda Herbertsdóttir lauk leik með 25 pútt, en Ingó og Sigga Maja luku leik með 26 pútt.

Þessi 22 pútt urðu til þess að Andrea og Sigga Maja þurftu að fara í bráðabana. Báðar voru þær á 26,83 púttum að meðaltali eftir 6 skipti. Eftir æsispennandi 5 holu bráðabana voru þær jafnar en Sigga Maja hafði betur að lokum.

Úrslit púttmótaraðarinnar:

Sigga Maja - 1. sæti

Andrea - 2. sæti

Ella - 3. sæti.

Kvennanefndin þakkar fyrir frábæra þáttöku í púttinu í vetur!