Mosfellsbær, Ísland

Pallaopen - Úrslit

13.06.2022
Pallaopen - Úrslit

Síðastliðinn laugardag var Pallaopen leikið á Hlíðavelli. Mótið er styrktarmót fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal. Dagurinn var í alla staði frábær og rétt rúmlega 200 kylfingar sem mættu til leiks.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Nándarverðlaun

Braut 3 – Þórður Einarsson 76 cm

Braut 7 – Þórhallur Viðarsson 80 cm

Braut 15 – Magnús Friðrik Helgason 15,8 cm

Braut 18 – Rúnar Pálsson 66 cm

Lengsta teighögg

Lengsta upphafshögg kvenna á 8. braut – Karlotta Einarsdóttir

Lengsta upphafshögg karla á 8. braut – Sverrir Haraldsson

2 manna Texas

1. sæti – Ingvar Ormarsson og Björgvin Reynisson 62 högg

2. sæti – Kristinn Már Karlsson og Dagný Þórólfsdóttir 63 högg

3. sæti Baldur Olsen og Magnús Friðrik Helgason 64 högg (Betri á seinni 9)

Besta nýting vallar: Guðrún Ragnhildur og Bára Scheving

4 manna texas

1. Ragnar Bjarni/Sverrir Haralds/Viktor Marel/Kristófer Örn – 52 högg

2. Grétar/Garðar/Sigurður Arnar/ Guðni Sveinn – 53 högg

3. Gunnar Viðar/Ásta/Ágústa/Jón – 54 högg

Besta nýting vallar: Matthildur/Hrafnhildur/Arnhildur/Ingibjörg


Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna.

Það söfnuðust 2,5 milljónir króna sem fer óskipt til Reykjadals. Einnig viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu þennan góða málstað með framlögum eða vinningum í golfmótið.

Sjáumst að ári liðnu :)