Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Púttmótaraðir karla og kvenna - Lokastaða

16.04.2022
Púttmótaraðir karla og kvenna - Lokastaða

Nú eru úrslitin kunn í púttmótaröðum vetrarins!

Er þetta í fyrsta sinn sem við setjum upp púttmótaröð með þessu sniði og það voru rétt um 80 GM félagar sem tóku þátt. Þessi keppni er svo sannarlega komin til að vera og vonandi verða fleiri með næsta vetur :)

Í kvennaflokki voru úrslitin í einstaklingskeppninni eftirfarandi:

1. Pamela Ósk Hjaltadóttir - 354 högg

2. Eva Kristinsdóttir - 357 högg

3. Hekla Daðadóttir - 361 högg.

Það voru svo Hlussurnar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í kvennaflokki, það lið skipa þær:

Gabríella - Heiða - Pamela og Eva.


Í karlaflokki var umtalsverð spenna þar sem að úrslitin í liðakeppninni réðust síðasta kvöldið.

Í einstaklingskeppninni voru úrslitin eftirfarandi:

1. Siggeir Kolbeinsson - 353 högg

2. Kristinn V. Sveinbjörnsson - 355 högg

3. Tristan Snær Viðarsson - 356 högg.

Í liðakepnninni voru tvö lið jöfn á 702 höggum sem deila því fyrsta sætinu.

Það voru liðin, Brauðið geggjað nett. Það lið skipa; Aron - Dagur - Tristan og Arnór og svo var það

liðið Bara fuglar, það lið skipa þeim Bjarnþór - Siggeir - Jón Óskar og Óskar Sæmann


Verðlaunin fyrir púttmótaröðina þennan veturinn eru eftirfarandi:

Einstaklingskeppni karla og kvenna

1. sæti - Eitt holl (4 kylfingar) ásamt tveimur golfbílum hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar

2. sæti - Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Reykjavíkur

3. sæti - Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbnum Oddi.


Liðakeppni - Gjafabréf í golfbúð GM að andvirði 7500 krónur fyrir hvern meðlim.


Óskum við sigurvegunum kærlega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum kærlega fyrir þáttökuna í sumar. Hægt er að nálgast verðlaunin á skrifstofu GM frá og með næstkomandi fimmtudegi.

Hér að neðan má sjá lokastöðuna:

púttmótaröð kvenna - lokastaðan liðakeppni.png

púttmótaröð kvenna - lokastaða einstaklingskeppni.png

púttmótaröð karla - lokastaðan liðakeppni.png

púttmótaröð karla - lokastaðan einstaklingskeppni.png