Mosfellsbær, Ísland

Púttmótaraðir karla og kvenna að hefjast

26.01.2023
Púttmótaraðir karla og kvenna að hefjast

Mótaraðirnar byrja miðvikudaginn 1. febrúar ( púttmótaröð kvenna) og sunnudaginn 29. janúar (púttmótaröð karla).

Mótaraðirnar standa yfir í 10 vikur og klárast því í byrjun apríl. Púttkvöld kvenna verður á miðvikudögum. Húsið opnar kl. 20:00 og hægt verður að pútta til kl. 22:00. Púttkvöld karla verður á sunnudögum og þá opnar húsið kl. 18:00 og hægt er að pútta til kl. 22:00. Púttað verður í inniaðstöðunni okkar í Íþróttamiðstöðinni Kletti.

Skráning
Til að flýta fyrir skráningu væri gott að fá tölvupóst frá þeim sem ætla að vera með, hann má senda á golfmos@golfmos.is. Einnig er hægt að mæta á svæðið og ganga frá skráningu þá.

Keppt verður bæði í einstaklingskeppni sem og í liðakeppni. Best væri að einn aðili sjái um að skrá liðið sitt til leiks til þess að einfalda skráningu.

Hvert lið er skipað þremur til fjórum leikmönnum. Þau ykkar sem ekki setjið saman lið verður raðað í lið af starfsfólki GM.

Fimm bestu umferðirnar af tíu telja.
Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur.

Einstaklingskeppnin:
Keppt verður um púttmeistara klúbbsins í karla og kvennaflokki. Spilaðar 2 x 18 holur hvert kvöld.

Liðakeppnin:
Þrír eða fjórir leikmenn skipa hvert lið og spila allir 2x18 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum hvert kvöld.

Mótsgjaldið er kr. 5000, sem verður rukkað í gegnum sportabler þar sem greiðsluseðill verður sendur í heimabanka viðkomandi.

Glæsileg verðlaun í boði :)

Við vonum svo sannarlega til að sjá ykkur sem flest á þessum kvöldum í okkar glæsilegu inniaðstöðu. Það er um að gera að kíkja í mat á Blik og kíkja svo niður og taka þátt í skemmtilegu púttmóti í góðum félagsskap!