Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

SARA, HJALTI OG PAMELA STIGAMEISTARAR 2022

07.09.2022
SARA, HJALTI OG PAMELA STIGAMEISTARAR 2022

Unglingamótaröð GSÍ árið 2022 er nú lokið. Sara Kristinsdóttir, Hjalti Kristján Hjaltason og Pamela Ósk Hjaltadóttir eru stigameistarar í sínum flokki.

Sara varð stigameistari í flokki 17-18 ára stúlkna en hún lék í öllum mótum ársins. Hún sigraði í fyrstu tveimur mótunum, varð önnur á næstu tveimur og í þriðja sæti á lokamótinu. Í 2. og 3. sæti í sama flokki urðu GM kylfingarnir Berglind Erla Baldursdóttir og Katrín Sól Davíðsdóttir.

Í flokki 15-16 ára stúlkna varð Auður Bergrún Snorradóttir í 3. sæti á stigalistanum. Auður Bergrún tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni. Auður Bergrún varð tvívegis í öðru sæti á tímabilinu og tvívegis í því fimmta.

Pamela Ósk varð stigameistari í flokki 13-14 ára stúlkna. Pamela sigraði á fjórum mótum af alls fimm á tímabilinu og fagnaði Íslandsmeistaratitli í höggleik og holukeppni. Hún varð einu sinni í öðru sæti.

Hjalti Kristján varð stigameistari í flokki 12 ára og yngri drengja. Hjalti Kristján tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik og varð annar á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einnig í öðru sæti á fyrsta móti tímabilsins.

Í flokki 12 ára og yngri stúlkna varð Eiríka Malaika í 2. sæti á stigalistanum. Eiríka Malaika tók þátt á þremur mótum af alls fimm og hún varð í fjórða sæti á Íslandsmótinu í höggleik og í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.

Frábær árangur hjá okkar kylfingum og óskum við þeim innilega til hamingju