Mosfellsbær, Ísland

STELLU-DEILDIN / SKRÁNING HEFST Á MÁNUDAG

15.05.2021
STELLU-DEILDIN /  SKRÁNING HEFST Á MÁNUDAG

Hin vinsæla liðakeppni GM sem borið hefur nafnið VÍKING-deildin undanfarin sumur mun í ár heita STELLU-deildin. Liðakeppnin hefur verið afar vinsæl meðal félagsmanna GM og hefur keppni verið hörð og spennandi. Allar upplýsingar um mótið má finna á eftirfarandi tengli: https://www.golfmos.is/Mot-og-vidburdir/Stelludeil...

Skráningin í keppnina hefst á mánudag klukkan 10:00. Búast má við mikilli ásókn í keppnina en aðeins 16 lið fá þátttökurétt.

Við hvetjum því áhugasama félagsmenn að ganga frá skráningu fljótt og örugglega.