Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

SVERRIR KEPPTI Í GEORGÍU

08.03.2021
SVERRIR KEPPTI Í GEORGÍU

Sverrir Haraldsson hóf keppnistímabilið í bandaríska háskólagolfinu núna á Sea Palms Invitational mótinu sem fram fór í Georgíu um helgina en Sverrir leikur fyrir Appalachian State. Sverrir lék gott golf í mótinu og hafnaði að lokum jafn í 20. sæti en hann lék hringina þrjá á 8 höggum yfir pari (73-75-73) við krefjandi aðstæður en mikill vindur var á svæðinu. Lið Sverris endaði í 2. sæti í mótinu eftir harða baráttu um sigur fram á síðustu holu.

Tveir aðrir íslenskir kylfingar léku í mótinu, Tumi Kúld (GA) og Egill Ragnar (GKG). Tumi lék frábært golf og hafnaði jafn í 6. sæti á þremur höggum yfir pari. Egill Ragnar hafnaði jafn í 53. sæti á 17 höggum yfir pari.

Úrslit mótsins má sjá með því að smella hér

Næsta mót hjá Sverri og félögum fer fram dagana 15-16. mars á Myrtle Beach.

Arna Rún og Björn Óskar verða einnig í eldlínunni í næstu viku og leika í sínu fyrsta móti þetta tímabilið.

Óskum okkar fulltrúum í háskólagolfinu góðs gengis!