Mosfellsbær, Ísland

Samstarfssamningur við ÍSAM undirritaður

12.02.2021
Samstarfssamningur við ÍSAM undirritaður

Nýverið var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur milli GM og ÍSAM til næstu þriggja ára. ÍSAM hefur staðið vel við bakið á GM undanfarin ár og er það mikið gleðiefni að það samstarf haldi áfram.

ÍSAM er umboðsaðili fyrir Ping, Titleist og Footjoy og munum við því áfram bjóða upp á þessi merki í okkar golfverslun, auk þess sem GM fatnaðurinn verður frá Foottjoy.

Þökkum við ÍSAM kærlega fyrir stuðninginn undanfarin ár og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs!