Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Sjálboðaliðar óskast fyrir Íslandsmótið í höggleik

07.07.2020
Sjálboðaliðar óskast fyrir Íslandsmótið í höggleik

Nú styttist óðum í að Golfklúbbur Mosfellsbæjar haldi í fyrsta skipti Íslandsmótið í höggleik, en það mun fara fram dagana 6 – 9 ágúst, (fimmtudag til sunnudags) á Hlíðavelli. Hér eru allir spenntir fyrir því að fá að sjá alla bestu kylfinga landsins etja kappi og er það undir okkur komið að gera þetta mót hið allra glæsilegasta.

Til að halda svona mót þurfum við í GM á sjálfboðaliðum að halda til ýmissa starfa á meðan á mótinu stendur.Það vantar m.a. framverði, aðstoð við skorskráningu, aðstoð við beina útsendingu, umferðarstjórnun og ýmisleg önnur tilfallandi störf.

Höfum við sett upp vaktaplan og miðast viðverutími hverrar vaktar við ca 4 – 5 klukkustundir.

Þeir kylfingar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem hafa áhuga á því að aðstoða okkur eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á Ágúst, agust@golfmos.is

Í tölvupóstinum biðjum við ykkum um að taka fram hvaða dag/daga ( 6 - 9 ágúst) þið hafið tök á að koma og þá hvort þið komist fyrir eða eftir hádegi.

Allir þeir sjálfboðaliðar sem aðstoða okkur við Íslandsmótið munu fá boð í skemmtilegt golfmót sem haldið verður eingöngu fyrir sjálfboðaliða Íslandsmótsins.Mun það fara fram í lok ágúst eða byrjun september og verður dagsetningin auglýst nánar síðar.

Við vonum svo sannarlega að sem flestir sjái sér fært að aðstoða okkur og gera þetta Íslandsmót hið allra glæsilegasta!