Mosfellsbær, Ísland

Skötuveisla BLIK Bistro og GM 2018

05.12.2018
Skötuveisla BLIK Bistro og GM 2018

Eins og íslensk hefð segir má ekki gleyma skötunni á Þorláksmessu. Þess vegna erum við að bjóða upp á skötuhlaðborð milli 12-14 á Þorláksmessudag í Kletti á vegum BLIK Bistro og Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Við hvetjum alla félagsmenn til að láta sjá sig á þessum skemmtilega viðburði.

Búist er við að fjölmennt verði svo borðapantanir eru skilyrði til mætingar. Borðapantanir fara fram í síma 859 4040 eða á blik@blikbistro.is.