Mosfellsbær, Ísland

Skráning hafin í meistaramót GM 2021

07.06.2021
Skráning hafin í meistaramót GM 2021

Búið er að opna fyrir skráningu í meistaramót GM sem fram fer dagana 27. júní til 3. júlí.

Skráning fer fram í gegnum golfboxið.

Sú breyting verður í sumar að meistaramótið okkar verður spilað á 7 dögum og munu þeir flokkar sem spila þrjá hringi spila dagana 27- 29 júní og þeir sem spila fjóra daga munu spila 30. júní til og með 3. júlí.

Flokkaskiptinguna ásamt nánari upplýsingum má sjá hér

Það hefur verið talsverð aukning í þátttöku undanfarin ár og verður það þannig vonandi áfram og viljum við með þessu koma til móts við okkar félagsmenn svo að sem flestir geti verið með.

Meistaramót GM er hápunktur sumarsins og vonum við að sem flestir GM félagar sjái sér fært að vera með!

Við höfum bætt við flokki kvenna 65 ára og eldri ásamt því að lagfæra forgjafar viðmiðin í öðrum flokkum.

Krakkar 12 ára og yngri spila sitt meistaramót í Bakkakoti og þar munum við hafa umgjörðina sem glæsilegasta og gera þeirra upplifun af því að spila í meistaramóti ennþá skemmtilegri.