Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

TAGMARSHAL VALLAREFTIRLIT Á HLÍÐAVELLI

11.07.2019
TAGMARSHAL VALLAREFTIRLIT Á HLÍÐAVELLI

Núna í vor tókust samningar milli GM og fyrirtækisins Tagmarshal um að tækni Tagmarshal verði tekin til prófanna við íslenskar aðstæður núna í sumar á Hlíðavelli.

Tagmarshal er alþjóðlegt fyrirtæki frá Suður Afríku sem býður upp á búnað til að fylgjast með leikhraða og flæði á golfvöllum hjá yfir 200 golfklúbbum um allan heim. Má þar t.d. nefna Pebble Beach, Erin Hills, fjöldamörgum PGA vallarsvæðum og Whistling Straits – svo eitthvað sé nefnt.

Tagmarshal mun lána GM búnaðinn til að nota í sumar. Eftir sumarið verður farið yfir niðurstöðurnar og árangurinn áður en frekari ákvörðun verður tekinn um notkun búnaðarins til framtíðar.

Búnaðurinn var notaður í fyrsta skipti á Meistaramóti klúbbsins í síðustu viku með góðum árangri. Frá og með morgundeginum verður búnaðurinn tekinn í almenna, daglega notkun. Það þýðir að allir ráshópar sem hefja leik á Hlíðavelli - bæði 1. og 10. teig - eiga að hafa með sér út á völl.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um Tagmarshal og hvernig þetta virkar allt. Vonandi taka félagsmenn vel í þessa tilraun sem er auðvitað gerð í þeirri von um að leikhraði og ánægja kylfinga á Hlíðavelli aukist.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Tagmarshal.