Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

TITLEIST HOLUKEPPNIN 2019

14.05.2019
TITLEIST HOLUKEPPNIN 2019

Undankeppni Titleist holukeppnarinnar 2019 fer fram dagana 18. - 26. maí. Í undankeppninni er leikinn 18 holu punktakeppni með forgjöf á Hlíðavelli. Greiða verður fyrir hringinn áður en leikur hefst. Við greiðslu er afhent sérstakt skorkort sem síðan er skilað undirrituðu í skorkortakassa.

Leika má fleiri en einn hring á þessum dögum en greiða verður 2900 kr. fyrir hvern hring. Ef keppandi skilar inn öðru skorkorti verður nýja skorkortið slegið inn og mun það gilda í keppninni. Ef keppandi leikur á lægri punktafjölda en hann hefur áður skilað skal hann því ekki skila inn skorkortinu. Keppendur eru sjálfir ábyrgir fyrir skorkorti sem skilað er inn.

Holukeppnin hefst síðan í framhaldinu. Kylfingar leika sín á milli með fullri forgjöf en hámarks forgjöf sem er veitt er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leyfilegt er að leika holukeppnina á báðum vallarsvæðum.

Eins og síðustu ár fá sigurvegarar glæsilega Titleist Staff poka í verðlaun, merkta nafni og GM.

Hér er hægt að skrá sig í mótið.

Hér má finna nánari upplýsingar um mótið.


Leikvikur Titleist-holukeppninnar 2019

Undankeppni: 18. - 26. maí

64 manna úrslit: Umferð lokið 10. júní

32 manna úrslit: Umferð lokið 24. júní

16 manna úrslit: Umferð lokið 15. júlí

8 manna úrslit: Umferð lokið 29. júlí

Undanúrslit: Umferð lokið 13. ágúst

Úrslitaleikir: Lokið 23. ágúst

Að mótinu loknu standa uppi sigurvegarar í karla- og kvennaflokki sem mætast í úrslitaleik kynjanna.