Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

ÚRSLIT ÚR FM OPEN

15.07.2017
ÚRSLIT ÚR FM OPEN

Hið árlega FM Open var haldið í dag. Kylfingar fengu að finna fyrir nánast öllum veðráttum sem er hægt að bjóða og stóðu þeir sig með stakri prýði. Mikið af fínum skorum komu í hús í dag og var mjög mikil spenna í efstu þremur sætunum þar sem þurfti að fara eftir punktafjölda á síðustu þremur holunum til að finna sigurvegara. Alexander Almar stóð uppi sem sigurvegari með 37 punkta og eru helstu úrslit hér að neðan.

Punktakeppni

1. sæti - Alexander Almar Finnbogason, GM, 37 punktar (21 punktur á seinni níu og átta punktar á síðustu þremur holunum)
2. sæti - Knútur Bjarnason, GR, 37 punktar (21 punktur á seinni níu og sex punktar á síðustu þremur holunum)
3. sæti - Camilla Margareta Tvingmark, GM, 37 punktar (19 punktar á seinni níu)

Nándarverðlaun

3. braut - Guðmundur Kristinn Pálsson, GM, 3,74 m
7. braut - Skúli Baldursson, GM, 1,7 m
15. braut - Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2,58 m
18. braut - Daniel Ingi Guðmundsson, GM, 1,09 m

Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju og þökkum kylfingum kærlega fyrir þátttökuna.

Sigurvegarar geta nálgast verðlaunin í afgreiðslunni á Hlíðavelli frá og með morgundeginum