Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

ÚRSLIT ÚR MS MÓTINU

13.07.2017
ÚRSLIT ÚR MS MÓTINU

Þá er fjórða móti GM mótaraðarinnar lokið og heppnaðist það vel. Mótið var haldið í Bakkakoti og þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið með okkur allan tíman þá komu nokkur mjög góð skor inn. Sú sem var á flestum punktum var Hekla Ingunn Daðadóttir sem fékk 41 punkt! Helstu úrslit er hægt að sjá hér að neðan.

Punktakeppni

1.sæti - Hekla Ingunn Daðadóttir, 41 punktur
2.sæti - Einar Már Hjartarson, 39 punktar
3.sæti - Kristófer Karl Karlsson, 36 punktar

Nándarverðlaun

6. braut - Kristófer Karl, 1.07 m
9. braut - Kristófer Karl, 53 cm


Vinningshafar geta nálgast verðlaunin frá og með morgundeginum í afgreiðslunni á Hlíðavelli