Mosfellsbær, Ísland

Uppsetning Hlíðavallar fyrir Íslandsmótið í golfi

03.08.2020
Uppsetning Hlíðavallar fyrir Íslandsmótið í golfi

Ágætu GM félagar!

Nú á fimmtudaginn hefst hjá okkur á Hlíðavelli Íslandsmótið í golfi og það verður virklega gaman að sjá bestu kylfinga landsins á okkar heimavelli.

Hlíðavöllur skartar sínu fegursta þessa dagana og það verður gaman að sjá hvernig kylfingum tekst upp og vonandi sjáum við mikið af fallegum tilþrifum.

Uppsetningu vallarains hefur verið breytt aðeins. Við höfum hækkað röffslátt úr 44 mm og upp í 62 mm og einnig hefur stór hluti af þeim rauðu svæðum sem sett voru upp á vellinum til þess að hraða leik í daglegu spili verið fjarlægð.

Að móti loknu verða þessi svæði að sjálfsögðu sett upp strax aftur sem og að allur röffsláttur verður lækkaðar.