Mosfellsbær, Ísland

Úrslit í Stellu deildinni og Titleist holukeppninni

08.09.2021
Úrslit í Stellu deildinni og Titleist holukeppninni

Nú nýverið kláruðust hjá okkur Stellu deildin og Titleist holukeppnin.,

Í Titleist holukeppninni voru það þau Andrea Jónsdóttir og Stuart Mitchinson sem stóðu uppi sem sigurvegarar og óskum við þeim kærlega til hamingju.

Í Stellu deildinni voru það Hinir Vammlausu sem sigruðu eftir hörkuleik í úrslitum. Sigurliðið skipa þau Jón Víkingsson, Sveinbjörn Sigurðsson, Alexander Almar Finnbogason, Björn Rúnar Sigurðsson, Finnur Leifsson, Hrefna Hlín Karlsdóttir og Erna Valdís Sigurðardóttir. Óskum við þeim til hamingju með sigurinn.

Öll úrslit leikja í Stellu deildinni má nálgast með því að smella hér

Þökkum við keppendum kærlega fyrir þátttökuna. Verðlaunaafhending fer fram á Árshátíð GM sem fram fer í lok nóvember.