Mosfellsbær, Ísland

Úrslit úr Kallamótinu

30.06.2018
Úrslit úr Kallamótinu

Kallamótið sem tileinkað var Karli Loftssyni fór fram á Hlíðavelli í dag. Karl Loftsson hefur verið félagsmaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í ótalmörg ár og er einn af okkar dyggustu félögum. Kalli ákvað að styðja rækilega á bakvið klúbbinn og lagði fram verðlaun í mótið til styrktar þeirrar uppbyggingar sem verið hefur í starfsemi GM undanfarið ár. Við erum afar þakklát framlagi Kalla.

80 kylfingar tóku þátt og léku golf á Hlíðavelli en keppt var í betri bolta fyrirkomulagi með forgjöf, en mikil spenna var í efstu sætunum. Mikið af frábærum tilþrifum sáust á vellinum í dag en tvö högg voru kosin þau bestu í mótinu. Böðvar Bragi Pálsson, ungur og efnilegur afrekskylfingur fór holu í höggi á 18. holunni. Hann tekur að sjálfsögðu með sér nándarverðlaunin sem er Titleist Vokey SM7 fleygjárn. Hitt glæsihöggið átti Ríkharð Óskar Guðnason sem einnig er þekktur sem Rikki G, en hann sló í um 130 metra högg fyrir tvist eða erni á 14. holu vallarins.Böðvar Bragi Pálsson.


Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin:

1. sæti "Nett Brauð" - Aron Ingi Hákonarson og Arnór Daði Rafnsson 45 punktar - PING G400 driver *2

2. sæti "Vélin Ehf" - Kristján Óli Sigurðsson og Ríkharð Óskar Guðnason 44 punktar - PING G400 hybrid *2

3. sæti "550" Oddur Valsson og Sævar Steingrímsson 43 punktar (22 á seinni 9) - PING Cadence Anser pútter *2


Nándarverðlaun á öllum par 3: Titleist Vokey SM7 fleygjárn

3. braut: Guðjón Björn Haraldsson 127 cm

7. braut: Gunnlaugur K Guðmundsson 195 cm

15. braut: Arnór Daði Rafnsson 270 cm

18. braut: Böðvar Bragi Pálsson 0 cm (HOLA Í HÖGGI)


Verðlaun má sækja í afgreiðslu GM á Hlíðavelli eftir hádegi á mánudag 2. júlí.