Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

VEITINGAR Á MEISTARAMÓTI

27.06.2017
VEITINGAR Á MEISTARAMÓTI

Nú höfum við opnað nýju aðstöðuna okkar við Hlíðavöll og starfsemin óðum að komast í fastar skorður. Í vikunni verður nýr og stærri matseðill kynntur félagsmönnum og gestum og í sumar verður vonandi bætt inn fleiri réttum hægt og bítandi.

Veitingar á Meistaramótinu

Á Meistaramótinu sem hefst í næstu viku verður efalaust glatt á hjalla í nýja húsinu. Veitingasalan verður auðvitað í viðbragðsstöðu og reynt verður að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt og nýtt á boðstólum fyrir utan það sem hefðbundið er.

Á hverjum keppnisdegi verður í boði morgunverðarhlaðborð á milli 7.00 og 10.00. Ennfremur verða sérréttir alla dagana sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Hugsað er um börnin líka og skammtar fyrir þau verða í boði fyrir 1.400 kr. af sömu sérréttum.

Glæsileg grillveisla í lokahófinu

Lokahóf Meistaramótsins verður síðan haldið að venju á laugardagskvöldinu og að þessu sinni er ljóst að mikið verður um dýrðir í fyrsta skipti í nýja húsinu. Boðið verður upp á grillmat að hætti hússins en boðið er upp á lambakjöt og dýrindis meðlæti.

Fyrir þá sem ekki borða kjöt verður boðið upp á lax með sama meðlæti og einnig er hægt að óska eftir grænmetisrétti. Það er þó algjörlega nauðsynlegt að panta þetta sérstaklega ekki síðar en á fimmtudaginn fyrir þá sem það vilja en ekki verður hægt að panta eftir það.


Morgunmatur ( 7.00 - 10.00 alla keppnisdaga )

Beikon, eggjahræra, ristað brauð, hafragrautur, brauðbollur, álegg, ávextir, jógúrt, múslí, cornflex, djús og kaffi


Sérréttir alla keppnisdagana

Mánudagur

Lasagne, ferskt salat og hvítlauksbrauð 1.990 kr.

Þriðjudagur

Mexíkósk kjúklingasúpa með nachos og sýrðum rjóma 1.990 kr.

Miðvikudagur

Þorskur í kókoskarrísósu og hrísgrjón 1.990 kr.

Fimmtudagur

½ grillaður kjúklingur, franskar og sósa 1.990 kr.

Föstudagur

BBQ svínarif með frönskum sætkartöflum 1.990 kr.