Mosfellsbær, Ísland

VEL HEPPNUÐ ÁRSHÁTÍÐ

22.11.2019
VEL HEPPNUÐ ÁRSHÁTÍÐ

Árshátíð GM fór fram laugardaginn 2. nóvember í Kletti, en þetta var í annað sinn sem klúbburinn heldur eiginlega árshátíð. Kvöldið var einnig uppskeruhátíð og lokahóf og hófst á glæsilegum mat frá BLIK Bistro.

Eiríkur Hafdal lék undir borðhaldi og Gunnar Sigurðarson var veislustjóri. Veitt voru verðlaun fyrir afrek sumarsins, svo sem Víking deildina, Titleist holukeppnina, framfarabikarinn, kylfingar ársins karla og kvenna og félagsmaður ársins. GM bandið tók lagið að borðhaldi loknu og hélt uppi fjörinu fram á kvöld.

Verðlaunahafar

Víking deildin

Víking deildin er liðakeppni þar sem 16 lið hófu leik. Leikið var í riðlum sem endaði útsláttarkeppni. Yfir 100 félagsmenn tóku þátt í keppninni. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og á endanum þurftu sigurvegarar síðasta árs, Flotta Brauðbollan að sætta sig við 2. sætið þetta árið.

  1. sæti – Styrktarsveit Skúla Mogensen Víkingdeildarmeistarar

  2. sæti – Flotta Brauðbollan

  3. sæti – Klemmurnar

Titleist holukeppnin

Kvennaflokkur – María Eir Guðjónsdóttir

Karlaflokkur – Guðleifur Kristinn Stefánsson

Framfarabikarinn

Heiðar Númi Hrafnsson - lækkaði forgjöfina úr 24 í 12.

Kylfingar ársins

Kylfingur ársins konur

Nína Björk Geirsdóttir

Nína Björk er klúbbmeistari GM árið 2019, Íslandsmeistari 35 ára og eldri og var í 3. sæti í Íslandsmótinu í golfi sem fram fór í Grafarholti í ágúst.

Karlkylfingur ársins karlar

Kristófer Karl Karlsson

Kristófer Karl var efstur GM kylfinga á stigalista GSÍ, varð Íslandsmeistari unglinga í holukeppni annað árið í röð og keppti með 18 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Núna á haustmánuðum var Kristófer valinn í karlalandslið Íslands fyrir árið 2020.


Félagsmaður ársins

Edda Herbertsdóttir

Edda Herbertsdóttir er formaður kvennanefndar og hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn. Edda hefur leitt skipulagningu kvennastarfs og verið öflugí öldungastarfi klúbbsins.

Edda er ótrúlega öflug og nákvæm, en hún sér til þess að starfsfólk klúbbsins sé með allt á tæru með reglulegum tölvupóstum til að tryggja að starfsemin gangi smurt fyrir sig.

Edda er alltaf boðin og búin að veita hjálparhönd þegar klúbburinn þarf á að halda. Það er alveg sama hvert erindið er – alltaf tekur Edda vel í það og er von bráðar mætt með litum fyrirvara án þess að þiggja svo mikið sem kaffibolla fyrir. Edda Herbertsdóttir er félagsmaður ársins 2019.