Mosfellsbær, Ísland

VETRARÆFINGAR AÐ HEFJAST - GRÉTAR KEMUR INN Í ÞJÁLFARTEYMI GM

06.11.2019
VETRARÆFINGAR AÐ HEFJAST - GRÉTAR KEMUR INN Í ÞJÁLFARTEYMI GM

Vetraræfingar hjá GM hefjast næsta mánudag, 11. nóvember. Allar æfingatöflur vetrarins má sjá hérna fyrir neðan.

Æfingatafla 12 ára og yngri
Æfingatafla 13-18 ára
Æfingatafla meistaraflokkur

Grétar Eiríksson tekur við þjálfun barna 12 ára og yngri af Peter Bronson. Grétar er 30 ára íþróttafræðingur og er með 13 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga í íþróttum. Grétar hefur þjálfað bæði kyn og alla aldurshópa í handbolta, allt frá 5 ára og upp í meistaraflokk. Grétar hefur einnig starfað sem íþróttakennari grunnskólans á Önundarfirði og í Íþrótaskóla Ísafjarðabæjar. Síðastliðin þrjú sumur hefur Grétar séð um golf og leikjanámskeið GM með góðum árangri og er Grétar á öðru ári í golfkennaraskóla PGA

Ásamt því að þjálfa yngri kylfinga klúbbsins mun Grétar stýra styrktarþjálfun eldri unglinga og meistaraflokks GM. Við bindum því miklar vonir við að fá Grétar til liðs við GM.