Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

VETRARVÖLLUR GM

31.10.2018
VETRARVÖLLUR GM

Nú hafa vallarsvæði GM lokað á sumarflatir. Bakkakot er lokað allri umferð í vetur. Á Hlíðavelli hefur nýr vetrarvöllur verið tekinn í notkun sem leikinn verður fram á vorið.

Vetrarvöllurinn er alls 14 holur og verða þær ekki í hefðbundinni leikröð. Völlurinn er settur upp með það markmið að hlífa viðkvæmustu svæðum vallarins og þar með auka gæði hans næsta sumar.

Teigar hafa verið settir niður og sérstök vetrarvallarskorkort til í Kletti og í plastkassa fyrir utan húsið.

Við minnum á að vetrarvöllur er EINUNGIS opinn félagsmönnum. Félagsmenn skulu skrá alla rástíma á golf.is eins og vera ber ásamt því að staðfesta komu í Kletti. Sé Klettur lokaður er hægt að nota skanna í hurð ásamt því að vetrarskorkortin eru í kassanum.

Mikilvægt er að þeir félagsmenn sem leika golf yfir vetrartímann séu meðvitaðir um að völlurinn er viðkvæmur og ganga þarf afar vel um. Forðast skal viðkvæm svæði og virða þær afmarkanir sem bönd og girðingar setja. Ávallt þarf að ganga vel um kylfuför og færa bolta út fyrir brautir eða tía þá upp.

Félagsmenn eru beðnir að kynna sér staðarreglur á vetrarvelli jafnt og yfirlitsmynd.


Hér má lesa staðarreglur vetrarvallar:

Staðarreglur vetrarvallar

Hér má sjá yfirlitsmynd af vetrarvellinum:

Yfirlitsmynd af vetrarvelli GM