Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 9°C - 2 m/s

VINNUKVÖLD Á HLÍÐAVELLI

26.04.2018
VINNUKVÖLD Á HLÍÐAVELLI

Nú styttist allverulega í opnun vallarsvæðanna okkar. Áætluð opnun á Hlíðavelli fyrir félagsmenn er laugardaginn 28. apríl næstkomandi. Þann 1. maí opnar síðan völlurinn með hinu vinsæla 1.maí móti.

Hið árlega vinnukvöld félagsmanna fer fram á Hlíðavelli fimmtudaginn 26. apríl.

Mæting er við Vélageymsluna á Blikastaðanesi kl. 17:00. Vinna verður fjölbreytt og verkefni mismunandi þannig að allir geta fengið verkefni við hæfi. Meðal helstu verkefna er eftirfarandi:

  • Ruslatínsla á vallarsvæði
  • Klippa og snyrta tré
  • Taka niður skjólvegg við gamla skála

Þeir sem hafa tök á mega gjarnan koma með hrífur og trjáklippur.

Boðið verður upp á ilmandi súpu og brauð í Vélageymslunni að lokinni vinnu kl. 19:00.

Öllum þeim sem mæta á vinnukvöldið ásamt sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir klúbbinn í vetur er síðan boðið að taka þátt Opnunarmóti vallarsvæða sem fram fer 21. maí. Opnunarmót vallarsvæðanna er eina mót sumarsins þar sem leikið er á báðum vallarsvæðum GM í sama móti.