Mosfellsbær, Ísland

Viðhaldsvinna á flötum Hlíðavallar

04.10.2021
Viðhaldsvinna á flötum Hlíðavallar

Í dag hefst viðhaldsvinna á flötum Hlíðavallar. Flatirnar verða gataðar og sandaðar. Þetta mun hafa áhrif á spil á meðan að vinna fer fram. Tekið verður út af þeim flötum sem verið er að vinna á hverju sinni. Þessi aðgerð er nauðsynlegt fyrir heilbrigði flatanna og tryggir að flatirnar fari í góðu standi inn í veturinn.

Þegar þessari vinnu er lokið á Hlíðavelli mun sama vinna fara fram í Bakkakoti.