Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Viðhorfskönnun GM - niðurstöður

26.11.2024
Viðhorfskönnun GM - niðurstöður

Ágætu GM félagar.

Líkt og undanfarin ár sendum við út fyrir aðalfund viðhorfskönnun til okkar meðlima.

Það er okkur mikilvægt að fá ykkar skoðun á því starfi sem hér er unnið. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu mörg ykkar svöruðu og það gefur okkur því skýra mynd af því hvort þið séuð sátt við þá vegferð sem klúbburinn er á.

Það voru 465 sem svöruðu og eru talsvert meira en í fyrra þegar að 349 svaranir bárust.

Hér að neðan má hvernig svarenda hópurinn skiptist.

Hér að neðan má sjá hvað okkar kylfingum finnst um helstu atriði vallanna okkar. Smelltu hér til þess að sjá skýrslu stjórnar 2023 þar sem hægt er að sjá niðurstöður viðhorfskönnunnar ársins 2023.


Byrjum á Hlíðavelli!

Þessar tölur eru mjög svipaðar og þær voru 2023, mesta stökkið upp á við er í gæðum flata vallarins. Í fyrra voru það tæp 16% sem gáfu þeim hæstu einkunn. Í ár voru það tæplega 39% sem er virkilega gaman að sjá.

Hér að neðan eru niðurstöðurnar fyrir Bakkakotið, þar er ekki mikil breyting á milli ára en við erum engu að síður með hærra vegið meðaltal (Weighted average) í ölluð liðum fyrir utan gæði teiga en í fyrra sem er mjög ánægjulegt. Partur af þeirri vinnu sem á sér stað hjá okkur upp í Bakkakoti er uppbygging á nýjum teigum. Í sumar verður farið í uppbyggingu á nýjum teig/um á 8. braut vallarins.

Ásamt þessu fengum við talsvert af góðum ábendingum um það sem vel er gert á okkar völlum og einnig hvar það er sem við getum bætt okkur. Við munum fara vel yfir þær ábendingar og halda áfram að bæta gæðin á okkar völlum. Svona niðurstöður gefa okkur byr í seglin og það er gaman að sjá að okkar kylfingar eru heilt yfir mjög ánægð með okkar velli.

Við munum svo á næstu dögum birta fleiri niðurstöður úr viðhorfskönnuninni.